Mitt fyrsta blogg
Jæja, þá er þetta loksins komið upp....bloggið mitt fyrir Ísleskutímann.
Það er fremur hlálegt að ég, einn mesti andbloggsinnaði maður í sögu íslenska lýðveldisins sé skikkaður til að starta einni slíkri af menntastofnuninni sem að ég er nýskriðinn inn í.
Allt frá því að þetta blessaða bloggæði kútveltist yfir okkur íslendinga eins og húlahringur á sterum þá hefur fjöldi vina og vandamanna hvatt mig til að lesa bloggin sín. Ég hef alltaf farið undan á flæmingi og lofað ýmsu lengst upp í ermina á mér og svo svikið allt saman. Staðreyndin er sú að það er ekkert skemmtilegt að horfast í augu við það að meirihluti vina þinna lifir afar óspennandi lífi. Þegar ég fer á netið er það yfirleitt til að nálgast upplýsingar sem að auðga eða bæta einhverju við mitt líf - hver á sér sinn hversdagsleika og að mínu mati er það alger óþarfi að eyða þeim litlu frístundum sem að maður fær í að lesa um hversdagsleika annarra.
Þessvegna hef ég tekið þá ákvörðun að fyrst að ég þarf að skrifa hér þá muni ég eftir fremsta megni að hafa þetta áhugavert. Fyrsta skrefið í þá átt er að skrifa eins lítið um sjálfan mig eins og kostur er. Ég er ekki spennandi manneskja. Fyrst það er komið á hreint þá getum við vonandi átt ágætis stundir hér saman. Blogg þetta verður meira í ætt við greinasafn heldur en "í morgun fékk ég mér léttmjólk með kornflexinu en ekki undanrennu".
Hvernig greinar? Svona nokkurnvegin það sem að mér dettur í hug en samfélagsmál, siðferði, lögleiðing fíkniefna og fleira er það sem bærist innra með mér þessa dagana.
Hafið það gott og kíkið hér inn annað slagið. Ég nenni ekki að skrifa meira í bili, það er kominn tími á smók og ég er farinn út í dyr að norpa í norðangarranum.
Einar Á Friðgeirsson.
Það er fremur hlálegt að ég, einn mesti andbloggsinnaði maður í sögu íslenska lýðveldisins sé skikkaður til að starta einni slíkri af menntastofnuninni sem að ég er nýskriðinn inn í.
Allt frá því að þetta blessaða bloggæði kútveltist yfir okkur íslendinga eins og húlahringur á sterum þá hefur fjöldi vina og vandamanna hvatt mig til að lesa bloggin sín. Ég hef alltaf farið undan á flæmingi og lofað ýmsu lengst upp í ermina á mér og svo svikið allt saman. Staðreyndin er sú að það er ekkert skemmtilegt að horfast í augu við það að meirihluti vina þinna lifir afar óspennandi lífi. Þegar ég fer á netið er það yfirleitt til að nálgast upplýsingar sem að auðga eða bæta einhverju við mitt líf - hver á sér sinn hversdagsleika og að mínu mati er það alger óþarfi að eyða þeim litlu frístundum sem að maður fær í að lesa um hversdagsleika annarra.
Þessvegna hef ég tekið þá ákvörðun að fyrst að ég þarf að skrifa hér þá muni ég eftir fremsta megni að hafa þetta áhugavert. Fyrsta skrefið í þá átt er að skrifa eins lítið um sjálfan mig eins og kostur er. Ég er ekki spennandi manneskja. Fyrst það er komið á hreint þá getum við vonandi átt ágætis stundir hér saman. Blogg þetta verður meira í ætt við greinasafn heldur en "í morgun fékk ég mér léttmjólk með kornflexinu en ekki undanrennu".
Hvernig greinar? Svona nokkurnvegin það sem að mér dettur í hug en samfélagsmál, siðferði, lögleiðing fíkniefna og fleira er það sem bærist innra með mér þessa dagana.
Hafið það gott og kíkið hér inn annað slagið. Ég nenni ekki að skrifa meira í bili, það er kominn tími á smók og ég er farinn út í dyr að norpa í norðangarranum.
Einar Á Friðgeirsson.
1 Comments:
Hjartanlega sammála með hversdagsleikann. Það eru alveg nógu margir sem fjalla um hann á síðum sínum, svo það er um að gera að setja markið hærra, skrifa eitthvað áhugavert eða fallegt. Sérstaklega fallegt, held það mætti vera mun meiri fegurð á netinu.
Post a Comment
<< Home