Er eignarétturinn gullkálfur nútímans?
Fjölmiðlar á íslandi hafa samt flestir ekki kafað djúpt ofan í málin og reynt að komast að því hvað liggur hér að baki. Getur það virkilega verið að ríkisstjórn BNA hafi einfaldlega ekki haft magn til þess að bjarga fólki úr sökkvandi borg í heila þrjá daga? Er voldugasta stórveldi heims risi á brauðfótum?
Já og nei. BNA hafði alla burði til að vernda þegna sína. En meiri áhersla var lögð á að vernda það sem er að mati ráðamanna mun mikilvægara. Eignaréttinn.
Á hinni mjög svo vönduðu heimasíðu From The Wilderness var að finna afar fróðlega grein sem lýsir viðbrögðum yfirvaldsins við þeirri mannlegu eymd sem helltist yfir íbúa New Orleans. Heitir hún því afar ósmekklega nafni "Get off the fucking freeway!!".
Hún er skrifuð af Larry Bradshaw og Lorrie Beth Slonsky sem að voru í New Orleans á fagráðstefnu sjúkraliða. Urðu þau vitni af hinni úrkynjuðu og grimmúðlegu forgangsröðun lögreglu og stjórnvalda í borginni á þeim þremur dögum eftir fellibylinn þegar almenningur var látinn sigla sinn sjó og spjara sig sjálfur.
Two days after Hurricane Katrina struck New Orleans, the Walgreen’s store at the corner of Royal and Iberville streets remained locked. The dairy display case was clearly visible through the widows. It was now 48 hours without electricity, running water, plumbing. The milk, yogurt, and cheeses were beginning to spoil in the 90-degree heat. The owners and managers had locked up the food, water, pampers, and prescriptions and fled the City.
Outside Walgreen’s windows, residents and tourists grew increasingly thirsty and hungry.
The much-promised federal, state and local aid never materialized and the windows at Walgreen’s gave way to the looters. There was an alternative. The cops could have broken one small window and distributed the nuts, fruit juices, and bottle water in an organized and systematic manner. But they did not. Instead they spent hours playing cat and mouse, temporarily chasing away the looters.
Allt frá fyrsta degi var það deginum ljósara í Franska Hverfinu að lögreglan var ekki þarna til að hjálpa fólki sem að var að deyja úr matar og lyfjaskorti, vosbúð og volæði. Nei. Þeir voru þarna til að passa upp á að enginn stæli neinu. Ekki einu sinni mat og nauðsynjavörum sem að voru hvort eð er að skemmast í rafmagnsleysinu og hitanum. Betra var að láta mjólkina súrna heldur en að sjá á eftir henni ofan í kokið á einhverjum sem ekki borgaði fyrir hana.
Hopurinn sem að Bradshaw og Slonsky voru hluti af fór sístækkandi, og væringar fóru í gang yfir þeim litlu nauðsynjum sem til voru. Eftir langa mæðu og þras fyrir utan lögreglustöðina var þeim sagt að ganga upp á Ponchantrain-hraðbrautina að New Orleans brúnni þar sem rútur myndu bíða eftir þeim. Eftir 4 daga af engri hjálp þrátt fyrir fögur fyrirheit og yfirlýsingar í fjölmiðlum að allt væri að gerast í borginni þá var hópurinn fremur skeptískur á að þetta væri satt. Lögreglustórinn sór og sárt við lagði að rúturnar væru þarna. Hersingin lagði af stað og dró fljótt að sér tugi og hundruði manna sem voru fastir í borginni, aldraða í göngugrindum, einstæðar mæður með eitt eða fleiri barn í eftirdragi, fatlaða í hjólastólum og annað undirmálsfólk sem ekki hafði haft efni á því að aka eða kaupa sér far úr borginni áður en veðrið skall á.
Þegar upp á hraðbrautina var komið taldi hersingin nokkur hundru manns. En þegar hún nálgaðist brúna sem að skildi New Orleans borg frá Gretna-sýslu mættu þau línu af lögreglumönnum þungvopnuðum. Áður en hópurinn gat svo mikið sem yrt á þá skutu þeir viðvörunarskotm upp í loftið og tilkynntu þeim að það væru engar rútur og enginn færi yfir brúna fótgangandi. Opinbera ástæðan var slysahætta á hraðbrautinni, en það var eins fáránlegt og hugsast gat þar sem nánast engin umferð var á henni. Þegar lögreglunni var bent á þetta sögðu þeir blákalt að West Bank bæjarfélagið myndi ekki verða að New Orleans og þeir vildu engin Superdome-krísur í sinni sýslu. Það var augljóst hvað þetta þýddi:
Ef að þú varst svartur og fátækur þá gast þú ekki yfirgefið borgina nema þú hefðir ökutæki. Skeytingarleysið algert.
Svipt allri von um að komast úr borginni og yfirgefin af yfirvöldum tók þetta fólk sig saman og hörfaði undir vegabrú þar sem örlítið skjól var að finna. Og þá loks fóru hlutirnir að gerast:
All day long, we saw other families, individuals and groups make the same trip up the incline in an attempt to cross the bridge, only to be turned away. Some chased away with gunfire, others simply told no, others to be verbally berated and humiliated. Thousands of New Orleaners were prevented and prohibited from self-evacuating the City on foot. Meanwhile, the only two City shelters sank further into squalor and disrepair. The only way across the bridge was by vehicle. We saw workers stealing trucks, buses, moving vans, semi-trucks and any car that could be hotwired. All were packed with people trying to escape the misery New Orleans had become.
Our little encampment began to blossom. Someone stole a water delivery truck and brought it up to us. Let’s hear it for looting! A mile or so down the freeway, an army truck lost a couple of pallets of C-rations on a tight turn. We ferried the food back to our camp in shopping carts. Now secure with the two necessities, food and water; cooperation, community, and creativity flowered. We organized a clean up and hung garbage bags from the rebar poles. We made beds from wood pallets and cardboard. We designated a storm drain as the bathroom and the kids built an elaborate enclosure for privacy out of plastic, broken umbrellas, and other scraps. We even organized a food recycling system where individual could swap out parts of C-rations (applesauce for babies and candies for kids!).
En það var óásættanlegt. Fólk mátti ekki bjarga sér sjálft, sérstaklega ekki í samfélagi við aðra. Öllum að óvörum gerði lögreglan árás á neyðarbúðirnar og splundraði hópnum, hræddir við að múgæsing myndaðist. Fólki var bannað að halda saman í meira en tuttugu manna hópum og öryggið sem myndast hafði hvarf. Fólk var neytt til að berjast fyrir lífi sínu eitt og sér í borg þar sem að fíklar sturlaðir af fráhvarfseinkennum og glæpaklíkur vopnaðar vélbyssum og hríðskotarifflum gerðu sitt besta til að viðhalda stjórnleysinu og stela öllu steini léttara.
Hvernig í ósköpunum getur annað eins brjálæði átt sér stað í þróaðasta samfélagi heims? Það er von að menn spyrji. En í raun er svarið einfalt - eignarrétturinn er ofar mannréttinum. Réttur búðareiganda til að loka sjoppunni, hverfa á braut og snúa aftur að lager sínum ósnertum, sama hversu margir láta lífið sem afleiðing af því er hornsteinn vestræns samfélags. Ef að lögreglan hefði útbýtt matvörunum til þeirra sem þurftu á þeim að halda hefðu yfirvöld verið bótaskyld gagnvart búðareigandanum. Og sú hugmynd að það megi taka hluti ófrjálsri hendi(þetta orðalag eitt og sér fær mig til að gnísta tönnum) til að lifa af er ekki eitthvað sem að forkólfar vestræns samfélags vilja leyfa að skjóta rótum. Ekki einu sinni í New Orleans.
Annað sem þessi frásögn sýnir í skýru ljósi er andúð yfirvalda á sjálfsbjargarhæfileikum manna. Þegar öll trú á yfirvöld var horfin tók fólk höndum saman og kom sér í skjól, útvegaði sér mat, vann þá vinnu sem að þurfti að vinna,allir tóku þátt eftir getu og hæfileikum - algerlega án þess að nokkur slægi eign sinni á nokkurn skapaðan hlut eða heimtaði laun fyrir vinnu sína. Í örskamma stund mynduðu nokkur hundruð manns anarkískt samfélag á hraðbraut í bandaríkjunum. Vestræn "siðmenning" ristir ekki djúpt, og undir okkar daglega yfirborði blundar hin sanna manneskja, hjálpsöm, dugleg, hörð af sér og fyrst og fremst félagsvera. Ekki launþegi, atvinnurekandi, þurfalingur, svartur, hvítur, menntaður, ómenntaður heldur allt þetta og meira til.
Þetta náttúrulega mátti ekki viðgangast. Sú jákvæða tilfinning að geta bjargað sér án andlitslausra yfirvalda gæti skotið rótum í brjósti íbúanna og fylgt þeim til æviloka. Eins og allar aðrar tilraunir til kommúnulífs varð að tvístra hópnum, gera samfélagið að einstaklingum, hræddum, svöngum, svínbeygðum einstaklingum sem áttu sér enga von aðra en stjórnvöld, lögregluna og aðrar stofnanir. Því það er í lagi að treysta stofnunum. Ekki einstaklingum.
Allt hverfur þetta aftur til eignaréttarins. Samfélag sem deilir öllu sínu eftir getu og þörfum hefur nákvæmlega enga þörf fyrir eignarrétt, nema kannski tímabundinn eignarrétt yfir nánustu hlutum s.s fatnaði. Og án eignarréttar, án valdasambanda sem hólfa einstaklinga niður í verkamenn, atvinnurekendur og fleiri skilgreiningar sem ekki á neinn hátt lýsa því hver við erum í raun og veru.....tja, þá er engin leið til þess að verða ríkur. Öll okkar valdastétt myndi verða afhjúpuð fyrir það sem hún er í raun og veru - fólk alveg eins og við.
Í hinu mjög svo mistæka gamla testamentinu er fræg frásögnin af athæfi guðs útvöldu þjóðar á meðan Móses skaust upp á fjall til að pikka upp boðorðin tíu. Þeir steyptu allt sitt gull í skurðgoð í kálfslíki sem þeir svo tilbáðu, sannfærðir um að Jahve hefði yfirgefið þá. Trylltir af gullæði sukku Ísraelsmenn á kaf í úrkynjaða hegðun spillinga, synda og grimmdar. Þegar Móses snéri aftur gerði hann það sitt fyrsta verk að brjóta þennan kálf mélinu smærra.
Ég held að það sé kominn tími til að endurtaka þann verknað.
2 Comments:
Þá þarf bara að finna nógu góðan hamar. En þetta er snúið mál, kapítalisminn er eins og ófreskja sem gleypir upp allt sem beint er gegn honum og gerir það að sínum. Hin ólíku tól sem hafa verið notuð í þeim tilgangi að mola hann virðast aldrei ná takmarkinu heldur færist kapítalisminn stöðugt undan svo úr verður endalaus moebius-keðja.
Satt er það, satt er það....en mér fannst gaman að sjá hversu fljótt anarkískt samfélag myndast þegar yfirvaldið er ekki til staðar.
En kapitalískt samfélag byggir á stöðugum hagvexti og framleiðsluaukningu. Þegar auðlindirnar ganga til þurrðar(t.d olía) þá gengur veislan ekki lengur - og þá þurfa anarkískar hugmyndir að vera lifandi í hugum manna því að þær henta miklu betur í samfélagi sem er ekki í stöðugri sókn heldur lifir við stöðugan samdrátt og síminnkandi auðlindir.
Post a Comment
<< Home